Á að seinka opnunartíma opinberra stofnana um klukkutíma?

Á að seinka opnunartíma opinberra stofnana um klukkutíma?

Lagt hefur verið til að við miðum við að byrja daginn klukkutíma seinna, með því að hefja skóla og vinnu þegar sól er komin klukkutíma hærra á loft en nú er. Ath. Umræður um val á tímabelti eru hér: https://piratar.betraisland.is/post/8851 Umræður um upptöku sumar- og vetrartíma eru hér: https://piratar.betraisland.is/post/8852

Points

Með þessu móti yrðu síðdegin dimmari, þ.e. það yrði minna eftir af dagsbirtunni þegar vinnudegi lýkur, og fólk væri lengur vakandi í myrkri á kvöldin.

Heildarfjöldi dagsbirtutíma á vökutíma myndi að meðaltali lækka talsvert, svo þetta myndi í raun "stytta daginn". http://www.visir.is/myrkur-i-heygardshorninu/article/2014712019969

Það er vel hægt að gera þetta án þess að breyta klukkunni neitt. Ef ákveðið yrði bara að seinka opnunartíma opinberra stofnana, þá myndu eflaust mörg fyrirtæki fylgja í kjölfarið, og þar með myndi viðmiðið færast í kjölfarið.

Lífsklukkan tekur meira mið af sólarganginum heldur en viðmiðum samfélagsins á borð við vinnutíma eða stillingu klukkunnar, sem þýðir að fólk hefur að meðaltali tilhneigingu til að "vera B manneskjur", þ.e. flestum er eðlilegra að sofa lengur á morgnana. Þó fólk geti auðvitað farið fyrr að sofa á móti til að bæta sér upp svefninn, þá er raunin sú að fólk gerir það almennt ekki. Sem ýtir aftur undir skort á nægum svefni, þó fleira hafi þar áhrif á. https://www.youtube.com/watch?v=5Rtf5nw52LE

Með þessu móti yrðu morgnarnir bjartari, þ.e. fólk væri almennt að vakna í meiri birtu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information