Uppgjör fjármálahrunsins 2008

Uppgjör fjármálahrunsins 2008

Telur þú að uppgjöri vegna fjármálahrunsins 2008 sé lokið, og ef ekki, þá hvaða aðgerða þurfi að grípa til að svo hægt sé að ljúka því?

Points

Síðustu 2 kjörtímabil hafa farið í eftirmála hrunsins. Sumir telja að nú sé tími til að horfa til framtíðar, aðrir að ennþá séu mörgum verkefnum ólokið í uppgjörinu gagnvart þeim sem áttu þátt í hvernig fór. Frambjóðendur þurfa að upplýsa skoðun sinni í þessum efnum.

Uppgjöri vegna þess tjóns sem fjármálahrunið 2008 olli meirihluta íslenskra heimila er hvergi nærri lokið. Þau úrræði sem boðin hafa verið hafa vissulega mildað áhrifin fyrir sum heimili. Engin þeirra hafa hinsvegar náð nógu langt til að bæta tjónið að fullu, og flest þeirra hafa verið ýmsum takmörkunum háð þannig að þau nýttust ekki nema litlum hluta tjónþolanna. Brýnt er að ljúka þessu uppgjöri að fullu gagnvart þeim sem enn sitja óbættir hjá garði, enda er svigrúm til þess fyrir hendi nú.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information