Stofna sjóð sem úthlutað yrði úr styrkjum til húsfélaga fjölbýlishúsa vegna uppsetningu hleðslubúnaðs fyrir rafbíla.
Klárlega þarf að taka þetta til skoðunar eins og Reykjavikurborg hefur tekið upp með Orkuveitunni.
Rafmagnsbílar eru framtiðin í vistvænum ferðamáta. Væri flott framtak hjá Kopavogsbæ að styrkja þetta og ýta undir orkuskipti.
Það er í raun ómöguleg staða að hafa áhuga á að kaupa sér rafbíl en geta það ekki vegna þess að heimili manns, blokkin, býður ekki upp á það. Um þessar mundir er stór hópur fólks að skipta yfir í rafbíla og nauðsynlegt að gera fólki kleift að eignast þá.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation