Loka Lækjasmára fyrir gegnumakstur

Loka Lækjasmára fyrir gegnumakstur

Lækjasmári er fjölmenn gata sem liggur í U með botnlöngum út frá. Þrátt fyrir litla plast hraðahindrun fyrir aftan Lækjasmára 13 er allt of mikill hraði í gegnum götuna og í raun óþarft að hafa gegnumakstur þar sem tveir inngangar eru inn í götuna nú þegar. Börn að leik á hornum t.d. nr. 11 og nr 9 eiga engan séns þar sem hornið er að auki mjög blint. Vona að Kópavogsbær geti skoðað þetta. Hugmynd að loka götunni í miðju (sjá mynd) og gera fallegt svæði þar t.d. með trjám.

Points

Allt of mikill hraði í Lækjasmára U-inu. Börn að leik á hornum t.d. nr. 11 og nr 9 eiga engan séns þar sem hornið er að auki mjög blint. Vona að Kópavogsbær geti skoðað þetta. Hugmynd að loka götunni í miðju (sjá mynd) og gera fallegt svæði þar með trjám.

Já !! Já já !! Þetta er algjörlega þarft ! Maður á ekki að vera hræddur um börnin sín að leik í götunni sinni ! Allt of mikil umferð þarna í gegn og frábær hugmynd að skipta götunni upp í miðju ..eða allavega setja meira af hraðahindrunum ! Leik völlurinn við lækjasmarann er aldrei notaður af börnunum vegna hræðslu við bilana ..sem er synd.

Þetta yrði frábær lausn! búandi í Lækjasmáranum. Alltof hröð umferðin

Það má amk mála strik á götuna til að aðskilja akgreinar. Við Lækjasmára 9 er blindbeygja en bílstjórar freistast oft til að stytta sér leið í beygjunni með því að fara yfir á öfugan vegarhelming. Það getur verið mjög hættulegt ef umferð kemur úr gagnstæðri átt auk þess sem gangandi vegfarendur sjá bílana seinna ef þeir fara þröngt inn í beygjuna. Lína milli akgreina gæti minnkað líkur á þessu og umferðaspeglar á staura gætu líka minnkað hættu á þessu horni, bæði fyrir akandi og gangandi umferð.

Ég bjó áður við götu sem var lokað í miðju. Mér fannst það koma illa út. Hún endaði bara og það var ekki hægt að koma við snúningssvæði eins og er venjulega í botnlöngum sem eru hannaðir strax sem slíkir. Það var líka vesen með snjómokstur, ruslabíla og aðra stóra bíla sem þurftu að fara inn í götuna. Þeir þurftu að snúa inn í einkastæðum eða á gangstéttum. Ég mæli með öllum öðrum ráðum ef hægt er. Ég hef fullan skilning á öryggismálum barna.

Algjörlega sammála. Bý í Lækjasmára 4

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information